Sveindís Jane Jónsdóttir átti mjög góða innkomu í Þýskalandi í kvöld er Wolfsburg spilaði við Leverkusen.
Sveindís byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom við sögu þegar 66 mínútur voru liðnar.
Landsliðskonan átti eftir að skora tvö mörk fyrir heimaliðið sem vann öruggan 6-1 heimasigur.
Wolfsburg er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og er Leverkusen situr í því öðru.
Í Hollandi komst Kristian Nökkvi Hlynsson á blað fyrir Jong Ajax sem mætti PEC Zwolle í B-deildinni.
Kristian skoraði jöfnunarmark Ajax í 1-1 jafntefli og kom boltanum í netið á 80. mínútu.