Arsenal tekur á móti Tottenham í stórleik í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.
Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiknum, enda um erkifjendaslag að ræða.
Enska götublaðið The Sun hitar upp fyrir leikinn með því að velja sameiginlegt byrjunarlið Arsenal og Tottenham.
Þar má finna sjö leikmenn Arsenal en fjóra frá Tottenham.
Liðið má sjá hér að neðan.