Chelsea hefur blandað sér í kapphlaupið um Jude Bellingham, miðjumann Borussia Dortmund. Telegraph segir frá.
Hinn 19 ára gamli Bellingham þykir einn mest spennandi leikmaður heims um þessar mundir. Hann hefur verið orðaður við félög á borð við Manchester United, Manchester City, Liverpool og Real Madrid.
Það þykir ansi líklegt að hann fari næsta sumar.
Dortmund hefur sett 120 milljóna punda verðmiða á leikmanninn. Félagið sem kaupir hann þarf því að vera tilbúið til að opna veskið.
Bellingham hefur verið á mála hjá Dortmund síðan 2020. Hann kom þangað frá Birmingham aðeins sautján ára gamall.