Það er talsverður fjöldi Portúgala sem vill hreinlega losna við Cristiano Ronaldo úr landsliðinu fyrir Heimsmeistaramótið í Katar.
Ronaldo sýndi ekki sínar bestu hliðar í verkefninu sem nú var að klárast en þessi 37 ára gamli framherji virðist vera að missa taktinn.
Ronaldo hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Manchester United og nú vilja margir stuðningsmenn Portúgals slíkt hið sama.
Ronaldo hefur átt magnaðan feril en allar líkur eru á að Fernando Santos þjálfari Portúgals haldi tryggð við hann.
Portúgal er með mikla breidd og gæti svo sannarlega farið langt á HM í Katar en svona er hópurinn þeirra ef Ronaldo yrði skilinn eftir heima. Gríðarleg breidd.