James Rowe, þjálfari Fylde í ensku utandeildinni, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot.
Brotið á að hafa átt sér stað í nóvember í fyrra. Á þeim tíma var Rowe þjálfari Chesterfield og átti meinta brotið sér stað í samnefndri borg.
Rowe yfirgaf Chesterfield í febrúar á þessu ári og tók síðan við Fylde.
Hann þarf að mæta fyrir rétt þann 7. nóvember.
Rowe þjálfaði á sínum tíma yngri lið West Ham.