Diniyar Bilyaletdinov fyrrum leikmaður Everton hefur verið kallaður inn í herinn hjá Rússlandi til að berjast í Úrkaínu.
Fjölmiðlar í Rússlandi segja frá þessu en Vladimir Pútín breytti reglunum á dögunum. Þeir sem hafa verið hermenn eða hafa sótt ákveðin námskeið þurfa nú að mæta í herinn ef kallið kemur.
Bilyaletdinov var í þrjú ár hjá Everton en David Moyes keypti hann til félagsins árið 2009 fyrir 9 milljónir punnda.
Bilyaletdinov sem er 37 ára gamall hætti í fótbolta árið 2019 en hann þarf nú að mæta í stríðið.
Rússar réðust inn í Úkraínu snemma á árinu og hefur Pútín nú kallað inn 300 þúsund hermenn sem eiga að hjálpa til við innrásina.