Boðaðar skattalækkanir í Bretlandi hafa farið illa í suma en knattspyrnumenn þar í landi brosa líklegast hringinn.
Flestir þeirra þéna væna summu í hverri viku og það verður bara meira eftir ákvörðun um að lækka skatta.
Þannig fer hæsta skattþrepið úr 45 prósentum niður í 40 prósent.
The Times segir að Mo Salah muni þéna 1,3 milljónum punda meira á ári eftir þessa breytingu en hann þénar 400 þúsund pund á viku fyrir skatt.
Sömu sögu er að segja af Ronaldo sem þénar það sama og Salah, báðir fá því 200 milljónum króna meira í vasa sinn eftir skatt.
Aðrir leikmenn munu einnig finna fyrir þessu en nánast allir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eru í hæsta skattþrepinu.