Það kemur ekki til greina fyrir Romelu Lukaku að snúa aftur til Chelsea eftir að lánssamningi hans við Inter Milan lýkur.
Gazzeta á Ítalíu greinir frá þessu en Lukaku var lánaður til Inter í sumar eftir misheppnaða dvöl hjá Chelsea.
Belginn gekk einmitt í raðir Chelsea frá Inter fyrir 100 milljónir punda á síðasta ári en stóðst alls ekki væntingar eftir komuna.
Lukaku var ekki lengi að biðja um að komast aftur til Ítalíu en hlutirnir hafa heldur ekki gengið upp hjá Inter á tímabilinu.
Samkvæmt Gazzettunni þá mun Lukaku ekki snúa aftur til Chelsea undir neinum kringumstæðum og mun frekar reyna að rifta samningnum en að spila fyrir liðið.
Peningarnir eru ekki ástæðan fyrir þessar ákvörðun leikmannsins sem telur Chelsea hafa brotið ýmis loforð síðan hann samdi við liðið.