Knattspyrnumaðurinn Ben Chilwell er kominn aftur á markaðinn eftir að hafa eytt nokkrum mánuðum með sjónvarpsstjörnunni Holly Scarfone.
Þetta staðfesta ensk götublöð eftir að leikmaðurinn skráði sig á stefnumótaforritið Raya.
Fréttir af sambandi Chilwell og Scarfone komu aðeins örfáum dögum eftir að fréttir bárust af því að Chilwell og fyrirsætan Camila Kendra væru hætt saman.
Scarfone er fræg fyrir að koma fram í þáttunum Too Hot To Handle á Netflix.
Chilwell er vinstri bakvörður hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea, þar sem hann hefur verið síðan 2020. Hann kom þangað frá Leicester.