Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgals, var illa farinn í gær er liðið spilaði við Tékkland í Þjóðadeildinni.
Ronaldo komst ekki á blað í þessum leik en mtókst að leggja upp fjórða mark Portúgals í 4-0 sigri.
Ronaldo lenti í mjög óþægilegu samstuði í þessum leik við markvörð Tékklands er 12 mínútur voru liðnar.
Eftir samstuðið var Ronaldo alblóðugur og þurfti á aðstoð að halda en tókst samt sem áður að klára allar mínúturnar.
Um var að ræða leik í Þjóðadeildinni en Portúgal leiðir riðil 2 í A deild með tveimur stigum.
Hér má sjá Ronaldo eftir samstuðið í gær.