Það eru einhverjir knattspyrnuáhugamenn sem kannast við nafnið Matthew Briggs sem lék með Fulham á sínum tíma.
Árið 2007 varð Briggs yngsti leikmaður til að spila í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var þá 16 ára og 65 daga gamall.
Það met hefur verið bætt en Briggs náði aldrei að standast væntingar og er í dag 31 árs gamall og leikur í utandeildinni.
Það var erfitt fyrir leikmanninn að höndla pressuna á þessum tíma en hann spilaði heilt yfir aðeins 12 leiki til viðbótar í efstu deild.
Briggs spilar í dag með Gosport Borough í utandeild Englands eftir dvöl hjá Vejle í Danmörku frá 2020 til 2021.
,,Við funduðum saman og þeir sögðu mér að ég ætti að ferðast með aðalliðinu en til að geta spilað þyrfti ég að vera samningsbundinn,“ sagði Briggs.
,,Á þessum tíma íhugaði ég að fara til Arsenal. Fulham nefndi við mig að ef ég kæmi inná yrði ég yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.“
,,Á þessum tíma og á þessum aldri þá hefði enginn neitað því tækifæri. Ég gat bætt met og spilað í stærstu deild heims.“
,,Augnablikið var vandræðalegt, fólk kom upp að mér og sögðust hafa séð mig í sjónvarpinu og báðu mig um að árita hluti. Þetta voru vinir mínir sem ég hitti á hverjum degi! Allt breyttist eftir þennan leik.“