Manchester United ákvað að losa sig við Ralf Rangnick í sumar eftir aðeins sex mánaða störf hjá félaginu.
Rangnick tók við af Ole Gunnar Solskjær á síðustu leiktíð en hann átti upphaflega að taka við starfi sem yfirmaður knattspyrnumála liðsins.
Rangnick náði alls ekki að snúa gengi Man Utd við og var það ákvörðun félagsins að lokum að hann myndi taka að sér starf annars staðar.
Samkvæmt enskum miðlum var þessi ákvörðun Man Utd rándýr og þurfti félagið að borga Rangnick 15 milljónir punda til að losa hann úr starfi.
Man Utd taldi það ekki rétt að halda áfram með hugmyndafræði Rangnick sem tók í kjölfarið við sem landsliðsþjálfari Austurríkis.