Það er aðeins eitt lið sem myndi fá Andy Robertson til að enda ekki feril sinn sem leikmaður Liverpool.
Skotinn er gríðarlega vinsæll á Anfield og hefur lengi verið traustur í vinstri bakverðinum í öflugri vörn á Anfield.
Það var þó alltaf draumur Robertson að spila fyrir Celtic í heimalandinu og er það eina liðið sem gæti fengið hann til að yfirgefa Liverpool.
,,Í hvert skipti sem ég horfi á Celtic, þá íhuga ég þetta. Þegar þú horfir á fullan Celtic Park, sem aðdáandi þá er þetta draumurinn,“ sagði Robertson.
,,Ég væri til í að enda ferilinn hjá Liverpool, ef ég get spilað minn besta leik þar til ég hætti þá er það sú leið sem ég vil taka.“
,,Ég horfi einnig til Celtic og sem krakki vildi ég gefa þeim mín bestu ár. Þegar ég var hjá Queen’s Park þá dreymdi mig um að spila fyrir Celtic og að gefa mitt besta fyrir félagið.“
,,Ég vil ekki fara þangað 34 eða 35 ára leikmaður sem frændi minn hata því ég get ekki hreyft mig. Ég horfi ekki of langt fram í tímann og heldur ekki til baka.“