Derby County á Englandi er loksins búið að finna arftaka Wayne Rooney sem sagði skilið við liðið á síðustu leiktíð.
Liam Rosenior hefur undanfarna mánuði þjálfað lið Derby en hann tók við af Rooney sem hélt til Bandaríkjanna.
Derby féll úr næst efstu deild á síðustu leiktíð en Rooney sagði af sér í júní til að taka við DC United.
Rosenior hefur síðan þá þurft að þjálfa liðið en það var alltaf í bókunum að finna nýjan endanlegan stjóra.
Maður að nafni Paul Warne er nú tekinn við en hann skrifar undir samning til ársins 2026.
Warne er 49 ára gamall en hann þjálfaði áður lið Rotherham með góðum árangri frá 2016 til 2022.