Það verður erfiðara fyrir lið AC Milan að spila við Empoli í Serie A í næstu umferð en Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Þetta segir Stefano Pioli, stjóri Milan, en leikurinn við Empoli verður sá fyrsti eftir landsleikjahlé.
Chelsea er auðvitað með mun sterkari leikmannahóp en Empoli en það verður ekki auðvelt að fá alla leikmenn Milan til að spila sinn besta leik eftir erfið ferðalög í Þjóðadeildinni.
,,Að mínu mati er ekki mikill munur á að spila á Ítalíu og í Evrópu. Meistaradeildin er með hærra tempó en ekkert er ómögulegt,“ sagði Pioli.
,,Ég skil að það er búist við miklu í leikjunum við Chelsea en er ákveðinn í því að erfiðari leikurinn verði gegn Empoli.“
,,Ég mun taka við leikmönnum sem voru að koma úr landsleikjaverkefni tveimur dögum áður. Ef við spilum okkar besta leik þá getum við náð úrslitum gegn Chelsea.“