fbpx
Föstudagur 02.desember 2022
433Sport

Aron Einar og fleiri gætu verið kynntir til leiks á ný á morgun

433
Fimmtudaginn 15. september 2022 09:45

Aron Einar Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun mun Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands, tilkynna landsliðshóp fyrir leiki síðar í mánuðinum. Þar gætu þekkt nöfn snúið aftur eftir fjarveru.

Ísland mætir Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki eftir slétta viku. Fimm dögum síðar keppir liðið gegn Albaníu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA.

Aron Einar Gunnarsson, sem hefur borið fyrirliðabandið í landsliðinu þegar hann er með, er einn af þeim sem gæti snúið aftur. Fótbolti.net sagði frá þessu á dögunum.

Ríkissaksóknari staðfesti niðurfellingu hérðassaksóknara í meintu nauðgunarmáli hans í Kaupmannahöfn árið 2010 niður í síðasta mánuði. Hann er því til taks á ný.

Aron Einar hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í júní í fyrra. Hann hefur hins vegar verið í fullu fjöri með félagsliði sínu, Al Arabi í Katar.

Fótbolti.net sagði þá einnig frá því að Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson gætu snúið aftur í hópinn.

Jóhann spilaði að vísu ekki síðasta leik með Burnley og má því setja spurningamerki við þátttöku hans í komandi landsliðsverkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ráðstefna haldin um sjálfboðastarf

Ráðstefna haldin um sjálfboðastarf
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekkert verður af orðrómunum og samningur bíður hans heima

Ekkert verður af orðrómunum og samningur bíður hans heima
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ræddu ákvörðunina sem margir furða sig á – „Hvar annars staðar í heiminum gæti það gerst?“

Ræddu ákvörðunina sem margir furða sig á – „Hvar annars staðar í heiminum gæti það gerst?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfti að sitja undir blammeringum í Katar – „Margir líta á þig sem sjálfan djöfulinn“

Þurfti að sitja undir blammeringum í Katar – „Margir líta á þig sem sjálfan djöfulinn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tapaði veðmáli gegn Messi en dettur ekki í hug að borga

Tapaði veðmáli gegn Messi en dettur ekki í hug að borga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Höddi Magg segir þetta „nánast glæp gegn mannkyni“

Höddi Magg segir þetta „nánast glæp gegn mannkyni“