fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
433Sport

Starfslok við Gunnar Heiðar gerð í mesta bróðerni – „Vestri er félag sem þarf að sníða sér stakk eftir vexti“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 10:28

Jón Halfdán Pétursson og Gunnar Heiðar hverfa báðir á braut/ Mynd: Viðburðastofa Vestfjarða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra segir ákvörðun um að binda enda á samstarf félagsins við þjálfarann Gunnar Heiðar Þorvaldsson hafa verið tekna í mestu bróðerni. Úrslit liðsins á tímabilinu í Lengjudeildinni skipti ekki höfuðmáli í ákvörðuninni heldur rekstrarlega ástæður þar.

„Þessi ákvörðun var tekin í mesta bróðerni,“ segir Samúel og þvertekur fyrir að hún sé eingöngu tekin út frá úrslitum Vestra á tímabilinu. „Eins og við vitum þá snýst þetta líka bara um peninga. Vestri er félag sem þarf að sníða sér stakk eftir vexti og við viljum reyna fá þjálfara sem getur verið hér fyrir vestan stóran hluta árs.“ 

Gunnar Heiðar yfirgefur Vestra

Að sögn Samúels eru bæði Gunnar Heiðar sem og aðstoðarþjálfarinn Jón Hálfdán Pétursson að hverfa á braut og þá þurfi Vestri þjálfara eða aðstoðarþjálfara sem geti verið fyrir vestan lunga úr ári.

„Það gengur ekki upp hjá okkur að vera með þjálfara úti í Vestmannaeyjum næstu sjö mánuðina á fullum launum hjá félaginu. Við værum ekki að fá mikið vinnuframlag á þeim tíma. Stefna okkar núna er að fá þjálfara sem getur helst verið hérna fyrir vestan.“

Félagið þurfi nú einnig að finna aðstoðarþjálfara. „Annar hvor þeirra verður að vera búsettur hér. Jón Hálfdán hefur verið hérna, heimamaður og við höfum ekki þurft að redda honum húsnæði eða einhverju öðru í þeim dúr. Nú er staðan önnur.“ 

Þá er hluti af leikmönnum Vestra í Reykjavík yfir vetrartímann og væri þannig séð þægilegra fyrir Vestra að vera með einn þjálfara fyrir vestan og einn í Reykjavík fremur en í Vestmannaeyjum að sögn Samúels. Gunnar Heiðar sé í starfi hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

„Gunnar Heiðar skildi þetta alveg, það eru bara sjónarmið út frá okkar rekstri sem spila stóran þátt í þessari ákvörðun. Auðvitað er gengið í Lengjudeildinni ekki eins og vildum hafa það en ákvörðunin er ekki tekin eingöngu út frá því.

Gunnar Heiðar er toppmaður og fínn vinur. Ég hef ekkert út á hann að setja sem þjálfara. Hann tók við liðinu á erfiðum tímapunkti eftir að við misstum Jón Þór Hauksson frá okkur til ÍA. Liðið var að mörgu leyti sett saman með hans hugmyndir og leikskipulag í huga.

Hann kemur inn og tekur við mótuðum hóp, var ekki að velja sína leikmenn og kannski ekki út frá sínum áherslum. Þetta gekk bara ekki nógu vel upp og auðvitað erum við ekki ánægð með árangurinn en við getum ekki skrifað árangur Vestra í sumar á það að Gunnar Heiðar sé lélegur þjálfari, bara alls ekki.“

Um ráðningu á nýjum þjálfara hafði Samúel þetta að segja: „Við verðum bara að skoða í kringum okkur fljótlega. Niðurstaða tímabilsins er allt önnur en búist var við. „Ég get viðurkennt að plönin hjá okkur fyrir tímabilið voru allt önnur en staða liðsins sýnir fram á núna. Við ætluðum okkur að vera í toppbaráttu, keppa við bestu liðin um að komast upp í efstu deild en við vorum aldrei nálægt því.“

Býst Samúel við miklum breytingum á leikmannahópi milli tímabila?

„Nei ekki svakalegum breytingum. Elmar Atli, Pétur Bjarna, Nicolaj Madsen og Nacho Gil eru samningsbundnir okkur. Silas Songani og Marvin Darri eru nýbúnir að skrifa undir nýja samninga. Það verða einhverjar breytingar en ekki stórvægilegar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sigurður dæmdur í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið

Sigurður dæmdur í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dyche á barmi þess að taka við Everton

Dyche á barmi þess að taka við Everton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brighton hafnaði risatilboði Arsenal um hæl

Brighton hafnaði risatilboði Arsenal um hæl
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kristján Flóki framlengir við KR

Kristján Flóki framlengir við KR
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ógeðslegt athæfi nýnasista í gær – Segir hann stöðugt verða fyrir kynþáttaníði

Sjáðu ógeðslegt athæfi nýnasista í gær – Segir hann stöðugt verða fyrir kynþáttaníði
433Sport
Í gær

Ronaldo leitar enn að sínu fyrsta marki – Al-Nassr úr leik

Ronaldo leitar enn að sínu fyrsta marki – Al-Nassr úr leik
433Sport
Í gær

Björn Bragi lýsir því þegar maður kom upp að honum Hannesi í ræktinni – „Pælið í því“

Björn Bragi lýsir því þegar maður kom upp að honum Hannesi í ræktinni – „Pælið í því“