fbpx
Miðvikudagur 30.nóvember 2022
433Sport

Tómas rotaðist er hann dæmdi knattspyrnuleik – Var lán í óláni

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 10:32

Tómas Meyer og Kristján Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudómarinn Tómas Meyer rotaðist er hann dæmdi leik Augnabliks og KH í þriðju deild karla á dögunum. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem kom í ljós að atvikið var í raun lán í óláni.

,,Ég dæmi þarna aukaspyrnu í kringum fimmtugustu mínútu, bara venjulega aukaspyrna og ég dæmi hana bara og hleyp síðan aðeins frá. Næsta sem ég man eftir er bara að hafa vaknað eftir rothögg,“ sagði Tómas í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu um helgina.

,,Ég átti rosalega erfitt með að ná andanum eftir að ég vaknaði, ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í. Ég næ síðan eðlilegri öndun en er náttúrulega bara í tómu sjokki, allur blóðugur. Ég hef nú ekki séð upptöku af atvikinu en boltinn kemur væntanlega á gagnaugað á mér og ég lendi síðan á andlitinu og brjóstkassanum.“

Eftir að Tómas var fluttur á sjúkrahús eftir atvikið kom í ljós að hann var ekki heill heilsu. ,,Á sjúkrahúsinu kemur í ljós að ég var ekki alveg í lagi. Ég var með alltof háan blóðþrýsting.“

Hann var sendur á Landsspítalann í rannsóknir. ,,Þá kemur í ljós að þetta er ættgengt. Núna er ég undir eftirliti og líður mjög vel. Hlakka til að takast á við það verkefni sem bíður mín núna,“ sagði Tómas, en efri mörkin úr blóðþrýstingsmælingu Tómasar voru 267, sem er gífurlega hátt.

,,Þetta hefði getað farið svo illa. Þau á spítalanum kölluðu þetta hægfara dauða (e. slow death). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hugrekkið uppmálað í Katar – „Vantaði bara að hann mótmælti verðbólgu á Íslandi“

Hugrekkið uppmálað í Katar – „Vantaði bara að hann mótmælti verðbólgu á Íslandi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Englands – Rice, Foden og Rashford bestir

Einkunnir leikmanna Englands – Rice, Foden og Rashford bestir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúlegar sögur frá fyrsta Heimsmeistaramótinu – Þjálfarinn braut flösku af klór og missti meðvitund

Ótrúlegar sögur frá fyrsta Heimsmeistaramótinu – Þjálfarinn braut flösku af klór og missti meðvitund
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áhuginn á Kane er enn til staðar – Tottenham ekki í eins sterkri stöðu nú

Áhuginn á Kane er enn til staðar – Tottenham ekki í eins sterkri stöðu nú
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

West Ham sættir sig við stöðuna og setur verðmiða á Rice

West Ham sættir sig við stöðuna og setur verðmiða á Rice
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bayern skoðaði málið en útiloka það að taka Ronaldo í janúar

Bayern skoðaði málið en útiloka það að taka Ronaldo í janúar
433Sport
Í gær

Opnar sig loks um áhuga Manchester United

Opnar sig loks um áhuga Manchester United
433Sport
Í gær

Lukaku kom í veg fyrir slagsmál í klefanum – De Bruyne var brjálaður

Lukaku kom í veg fyrir slagsmál í klefanum – De Bruyne var brjálaður