fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Fyrrum unnusta Giggs týndi tveimur símum – Hleypti lögreglu ekki í skýið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðji dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs hefst í dag en hann er sakaður um gróft ofbeldi gegn fyrrum unnustu sinni. Lögmaður Giggs segir áverka í andliti Kate Greville vera eftir harkalegt kynlíf en ekki ofbeldi.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United er sakaður um að ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ráðist á systur hennar. Líkamlega ofbeldið sem um ræðir er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá er Giggs sakaður um að beita Kate Greville, fyrrverandi kærustu sína, andlegu ofbeldi á árunum 2017-2020.

Fram kom í dag að Kate hefði týnt tveimur símum eftir að málið fór á borð lögreglu. Kate segir að fyrst hefði sími hennar dottið út í á þegar hún var að bjarga hundi sínum. Hinum símanum var svo stolið af henni.

„Ég hafði miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Kate.

Lögregla bað um leyfi til að skoða Icloud aðgang hennar og gaf Kate fyrst um sinn leyfi fyrir því en svo bannaði hún það.

Kate sagðist hafa áhyggjur af því að gögn tengd vinnu hennar myndu leka út. „Ég vildi ekki skemma feril minn, ég var hrædd,“ sagði Kate sem aðstoðar frægt fólk með fullt af málum sem koma upp.

Kate sagðist hafa eytt talsvert af skilaboðum og gögnum úr símanum sem tengdust vinnu hennar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liðsfélagi Íslendings fær þungan dóm – Tók þátt í að hópnauðga ungri konu

Liðsfélagi Íslendings fær þungan dóm – Tók þátt í að hópnauðga ungri konu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræddu myndbandið af Beckham sem fólk talar mikið um – „Ég var hissa“

Ræddu myndbandið af Beckham sem fólk talar mikið um – „Ég var hissa“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu hvað stuðningsmaðurinn gerði í Katar í gær: Stráði salti í sárin – „Flugvöllurinn er í þessa átt“

Sjáðu hvað stuðningsmaðurinn gerði í Katar í gær: Stráði salti í sárin – „Flugvöllurinn er í þessa átt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið