fbpx
Laugardagur 03.desember 2022
433Sport

Fyrsta degi réttarhalda lokið: Giggs sakaður um að hafa kastað henni nakinni út af hótelherbergi og skallað hana – Segist sjálfur fórnarlamb

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta degi réttarhalda yfir knattspyrnugoðsögninni Ryan Giggs er nú lokið.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United er sakaður um að ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ráðist á systur hennar. Líkamlega ofbeldið sem um ræðir er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá er Giggs sakaður um að beita Kate Greville, fyrrverandi kærustu sína, andlegu ofbeldi á árunum 2017-2020.

Réttarhöldin fóru af stað í dag. Munu þau standa yfir næstu tíu daga. Þau fara fram í Manchester. Verði Giggs dæmdur sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.

Giggs búi yfir vondri hlið
Peter Wright, saksóknari, segir Giggs búa yfir „vondri hlið.“ Hann segir að Giggs hafi verið frábær knattspyrnumaður en að utan vallar sé sagan önnur. Wright segir að Giggs hafi beitt bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi og að hann hafi nýtt sér veikleika Greville til að upphefja sjálfan sig. „Þetta er saga stjórnunnar og andlegs ofbeldis ofbeldis á konu sem hélt hún væri elskuð og virt. Því miður var veruleikinn annar,“ segir Wright.

Hann segir réttinum jafnframt að Giggs hafi orðið verri og stjórnsamari með tímanum og að hann hafi fengið Greville til að efast um eigin upplifanir.

Giggs er meðal annars sóttur til saka vegna líkamlegs ofbeldis þann 1. nóvember 2020. Þá hafði Greville sagt systur sinni að hún ætlaði sér að fara frá Giggs áður en hann kæmi heim. Hann kom hins vegar heim fyrr en áætlað var. Þá fóru þau að rífast. „Það færðist harka í leikinn. Hann reyndi að taka símann hennar af henni,“ segir Wright.

Viðurkennir að hafa meitt hana óvart 
Einnig segir Wright að Giggs hafi veitt Greville olnbogaskot og skallað hana. Eitt kvöldið henti hann henni svo nakinni út af hótelherbergi þeirra eftir að þau höfðu rifist, þar sem hún taldi hann reyna við aðrar konur.

Sem fyrr segir er meint ofbeldi Giggs einnig af andlegum toga. Wright segir frá því að fyrrum leikmaðurinn hafi hótað því að dreifa „persónulegum myndum“ af Greville. Þá á hann að hafa mætt óumbeðinn heim til hennar, þar sem hún stundaði líkamsrækt og á fleiri staði.

Sjálfur viðurkennir Giggs að hafa smávægilega eða óvart meitt Greville líkamlega en að það hafi ekki verið nálægt því að vera af glæpsamlegum toga. Verjandi Giggs segir hann vera fórnarlambið og að ásakanir á hendur honum séu byggðar á andlegu ofbeldi ýkjum og lygum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enn og aftur var dramatík þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum

Enn og aftur var dramatík þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona er líklegt byrjunarlið Englands á sunundag – Foden og Rashford báðir inni

Svona er líklegt byrjunarlið Englands á sunundag – Foden og Rashford báðir inni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Léttist oftar en ekki um 3 kíló á aðeins 90 mínútum

Léttist oftar en ekki um 3 kíló á aðeins 90 mínútum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry og Kompany á blaði sem hugsanlegir arftakar

Henry og Kompany á blaði sem hugsanlegir arftakar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ræddu myndina í Katar sem allir eru að tala um – „Skelfilegt að koma honum í þessa stöðu“

Ræddu myndina í Katar sem allir eru að tala um – „Skelfilegt að koma honum í þessa stöðu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Simmi Vill syndir gegn straumnum og spyr erfiðra spurninga – „Af hverju mætti hann í regnbogabol?“

Simmi Vill syndir gegn straumnum og spyr erfiðra spurninga – „Af hverju mætti hann í regnbogabol?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óttast að Neymar spili ekki meira í Katar

Óttast að Neymar spili ekki meira í Katar
433Sport
Í gær

Möguleiki að allt byrjunarliðið verði öðruvísi í næsta leik

Möguleiki að allt byrjunarliðið verði öðruvísi í næsta leik
433Sport
Í gær

Þýskaland er úr leik á HM – Japan toppaði riðilinn

Þýskaland er úr leik á HM – Japan toppaði riðilinn