fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
433Sport

Rúnar Már æfir með ÍA en mun ekki semja við þá

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 14:52

Rúnar Már.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Már Sigurjónsson mætti á æfingu í gær með ÍA í Bestu deildinni en mun ekki semja við liðið. Rúnar er án félags eftir að hafa yfirgefið CFR Cluj í Rúmeníu.

Rúnar er 32 ára gamall miðjumaður og hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2013. Hann á að baki 32 A-landsleiki fyrir Ísland.

„Nei,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA í samtali við 433.is í dag þegar hann var spurður að því hvort Rúnar Már væri að ganga í raðir ÍA.

Rúnar er að byggja hús fyrir sig og fjölskyldu sína á Akranesi en eins og er leitar hugur hans áfram út í atvinnumennsku.

„Hann mætti á æfingu með okkur í gær til þess að halda sér í formi. Það er bara hugsað þannig að hann sé í formi þegar eitthvað kemur upp úti. Við vildum fá hann og gerðum alveg tilraun til þess, hugur hans leitar út.“

Rúnar Már lék með Val hér á landi áður en hann hélt í atvinnumennsku en hann hefur spilað í Svíþjóð, Sviss, Hollandi, Kazakhstan og nú síðast Rúmeníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Taka enga sénsa og semja við Foden á næstunni

Taka enga sénsa og semja við Foden á næstunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Markahrókurinn greindi tárvotur frá endalokum síns ferils – El Pipita lætur gott heita

Markahrókurinn greindi tárvotur frá endalokum síns ferils – El Pipita lætur gott heita
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fylgjast með stöðu mála en telja sig vita að Messi snúi heim í næsta sumar

Fylgjast með stöðu mála en telja sig vita að Messi snúi heim í næsta sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jákvæðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal – Félagið vongott um að semja við tvo lykilmenn

Jákvæðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal – Félagið vongott um að semja við tvo lykilmenn