fbpx
Mánudagur 26.september 2022
433Sport

Víkingar geta tryggt sér 53 milljónir og sex Evrópuleiki

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 12:00

Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslands- og bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur heimsækja Malmö í kvöld og mæta þar heimamönnum í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Íslands- og bikarmeistararnir unnu á dögunum fjögurra liða forkeppni um eitt laust sæti í undankeppninni sem liðið tekur nú þátt í. Þar vann Víkingur Levadia Tallin frá Eistlandi, 6-1, og Inter Escaldes frá Andorra, 1-0.

Það er hins vegar ansi erfitt verkefni sem bíður gegn Malmö í kvöld og eftir viku. Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings, er við stjórnvölinn hjá Svíþjóðarmeisturunum.

Seinni leikur liðanna fer svo fram eftir viku. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari eftir hann fer í aðra umferð undankeppninnar og tryggir sér með því 380 þúsund evrur. Það gerir rúmar 53 milljónir íslenskra króna. Víkingur hefur þegar tryggt sér um 39 milljónir króna fyrir að komast í þessa fyrstu umferð.

Auk þess að vinna sér inn háar fjárhæðir geta Víkingar, með sigri á Malmö, tryggt sér sex Evrópuleiki til viðbótar á þessari leiktíð með sigri í einvíginu.

Það félag sem vinnur einvígi Víkings og Malmö er, sem fyrra segir, komið í aðra umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Detti það lið sem fer áfram út á því stigi fer það í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Detti liðið svo út á því stigi fer það í umspilseinvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með öðrum orðum, liðið sem vinnur einvígi Malmö og Víkings er búið að tryggja sér umspilseinvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, að minnsta kosti.

Leikurinn í Malmö hefst klukkan 17 í kvöld að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vendingar í málum Kane – Staðan allt önnur en í fyrra

Vendingar í málum Kane – Staðan allt önnur en í fyrra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýliðarnir sóttu leikmann frá nágrönnunum

Nýliðarnir sóttu leikmann frá nágrönnunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rúrik Gísla í hættu þegar vopnaður maður reyndi að ræna hann um miðja nótt

Rúrik Gísla í hættu þegar vopnaður maður reyndi að ræna hann um miðja nótt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Enn einu sinni er stjarnan gengin út – Annað sambandið í vaskinn á nokkrum mánuðum

Enn einu sinni er stjarnan gengin út – Annað sambandið í vaskinn á nokkrum mánuðum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Plataður í að semja við Chelsea – ,,Trúði ég því? Auðvitað“

Plataður í að semja við Chelsea – ,,Trúði ég því? Auðvitað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þjálfarinn vildi fá Van Dijk en umdeildur eigandi leitaði annað

Þjálfarinn vildi fá Van Dijk en umdeildur eigandi leitaði annað
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Ronaldo illa farinn eftir viðskipti við leikmann Tékklands

Sjáðu myndirnar: Ronaldo illa farinn eftir viðskipti við leikmann Tékklands
433Sport
Í gær

Vissi ekki nafnið á framherja enska landsliðsins

Vissi ekki nafnið á framherja enska landsliðsins