fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
433Sport

Lengjudeildin: Fylkir skoraði fimm gegn Gróttu – Kórdrengir töpuðu í Kórnum

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 21:01

Úr leik hjá HK árið 2019.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórskemmtilegur leikur á Seltjarnarnesi í kvöld er Grótta og Fylkir áttust við í Lengjudeildinni sívinsælu.

Um er að ræða tvö lið sem stefna aftur upp í efstu deild en Fylkismenn svöruðu kallinu í kvöld og unnu frábæran sigur.

Fylkir skoraði fimm mörk gegn tveimur frá Gróttu og er í öðru sæti deildarinnar með 14 stig, stigi á eftir toppliði HK. Grótta er með 13 stig í fjórða sæti.

Kjartan Kári Halldórsson fékk að líta rautt spjald hjá Gróttu á 55. mínútu og spilaði liðið því lengi vel manni færri.

Í hinum leik kvöldsins heimsóttu Kórdrengir einmitt lið HK og lauk þeim leik með 3-1 sigri þess síðarnefnda.

Stefán Ingi Sigurðarson gerði tvö mörk fyrir HK í sigrinum en öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik.

Grótta 2 – 5 Fylkir
0-1 Nikulás Val Gunnarsson (‘6, víti)
0-2 Mathias Laursen (’36)
1-2 Kjartan Kári Halldórsson (’48, víti)
1-3 Benedikt Daríus Garðarsson (’49)
1-4 Þórður Gunnar Hafþórsson (’71)
1-5 Hallur Húni Þorsteinsson (’78)
2-5 Luke Rae (’89)

HK 3 – 1 Kórdrengir
1-0 Stefán Ingi Sigurðarson (’46)
2-0 Ásgeir Marteinsson (’56)
2-1 Þórir Rafn Þórisson (’58)
3-1 Stefán Ingi Sigurðarson (’73)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gregg að gera allt rétt í Vesturbænum – Telur þetta koma í veg fyrir að liðið berjist um titilinn allt til enda

Gregg að gera allt rétt í Vesturbænum – Telur þetta koma í veg fyrir að liðið berjist um titilinn allt til enda
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eftir röð hneyksla eignaðist hún sjötta barn knattspyrnumannsins á dögunum

Eftir röð hneyksla eignaðist hún sjötta barn knattspyrnumannsins á dögunum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

„Djöfullegt“ eftir frábæra byrjun – „Það er sorglegast í þessu“

„Djöfullegt“ eftir frábæra byrjun – „Það er sorglegast í þessu“
433Sport
Í gær

Telja að þetta þurfi að breytast á Íslandi í kjölfar tíðindanna – „Þetta er bara eitthvað sem á heima í fortíðinni“

Telja að þetta þurfi að breytast á Íslandi í kjölfar tíðindanna – „Þetta er bara eitthvað sem á heima í fortíðinni“
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Rautt spjald á loft í stórleiknum í Meistaradeildinni

Sjáðu atvikið: Rautt spjald á loft í stórleiknum í Meistaradeildinni