fbpx
Fimmtudagur 11.ágúst 2022
433Sport

Á útsöluverði en launapakkinn fælir kaupendur frá

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 08:29

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur mjög erfiðlega hjá Manchester United að finna félag sem vill kaupa Anthony Martial þrátt fyrir útsöluverð félagsins.

United borgaði upphaflega 38,5 milljónir punda fyrir Martial árið 2015 en félagið vill 20 milljónir punda fyrir hann í dag.

Vandamálið er hins vegar það að Martial er með 240 þúsund pund í laun á viku og á tvö ár eftir af þeim samningi. Ekkert félag vill borga franska framherjanum það.

Martial hefur átt erfiða tíma hjá United undanfarið og fór á láni til Sevilla í janúar en fann sig ekki. Óvíst er hvort Martial fari í sumar.

United vill einnig selja Eric Bailly en varnarmaðurinn á einnig tvö ár eftir af samningi. United vill 8,5 milljón punda fyrir Bailly sem kostaði félagið 30 milljónir punda árið 2016.

Bailly hefur verið mikið meiddur og hefur aðeins spilað 45 deildarleiki á síðustu fimm tímabilum.

Þá er Andreas Perreira einnig til sölu en hann var á láni hjá Flamengo á liðnu tímabili en er ekki í plönum Erik ten Hag sem tók við United í sumar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skilaboð sem Kate sendi á Giggs birtast nú í dómsal – „Ég mun finna einhvern milljón sinnum betri en þig“

Skilaboð sem Kate sendi á Giggs birtast nú í dómsal – „Ég mun finna einhvern milljón sinnum betri en þig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Juventus klárt í að taka Depay ef Barcelona vill losna við hann frítt

Juventus klárt í að taka Depay ef Barcelona vill losna við hann frítt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bakvörður Norwich mögulegt skotmark fyrir Erik ten Hag

Bakvörður Norwich mögulegt skotmark fyrir Erik ten Hag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rabiot íhugar að vera í eitt ár í viðbót hjá Juventus

Rabiot íhugar að vera í eitt ár í viðbót hjá Juventus
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Útileikmaður þurfti að verja mark Þróttara sem kostaði tap

Lengjudeildin: Útileikmaður þurfti að verja mark Þróttara sem kostaði tap
433Sport
Í gær

Real Madrid vann Ofurbikarinn

Real Madrid vann Ofurbikarinn