fbpx
Föstudagur 30.september 2022
433Sport

Bálreið eftir að transkonum var bannað að vera með – „Það er í raun ógeðslegt“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 20. júní 2022 11:00

Megan Rapinoe. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnukonan Megan Rapinoe gagnrýnir Alþjóða sundsambandið eftir að það bannaði transkonum að taka þátt í keppnum.

Sambandið tók ákvörðunina þar sem það þótti ekki sanngjarnt að fólk sem fer í gegnum kynþroskaskeið sem karlmenn fái að taka þátt í sundi kvenna.

Þátttaka transkvenna í sundi hefur verið mikið í umræðunni eftir að Lia Thomas varð fyrsta trans­konan til að vinna lands­meistara­titil í banda­rísku há­skóla­í­þrótta­lífi í 500 metra skrið­sundi.

„Ég styð það 100 prósent að transkonur fái að taka þátt,“ sagði Rapinoe.

Hún hélt áfram. „Fólk hefur heyrt mikið frá hægrinu því þar er fólk hávært. Þau halda áfram og gefast ekki upp.“

„Sýnið mér einhverjar sannanir á bakvið það að transkonur séu að taka skólastyrki allra annara, að þær séu yfirburðar í öllum íþróttum, séu að vinna allt. Fyrirgefið en það er bara ekki þannig.“

„Við getum komist að niðurstöðu í þessu en við getum ekki byrjað á því að vera á móti þessu. Það er ljótt og í raun ógeðslegt.“

„Við þurfum að taka skref til baka og ná tökum á því sem við erum í raun að fást við því líf fólks er í húfi. Líf barna er í húfi vegna sjálfsvíga, þunglyndis og eiturlyfjanotkunar. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona væri staðan á Englandi án VAR

Svona væri staðan á Englandi án VAR
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Börsungar horfa til Miðlanda í leit að arftaka Busquets

Börsungar horfa til Miðlanda í leit að arftaka Busquets
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lok, lok og læs hjá Hamren sem óttast njósnara

Lok, lok og læs hjá Hamren sem óttast njósnara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Alfreð Elías greinir frá því að hann þjálfi ekki Grindavík lengur

Alfreð Elías greinir frá því að hann þjálfi ekki Grindavík lengur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

PSG, Chelsea og Tottenham reyndu en hann valdi Arsenal

PSG, Chelsea og Tottenham reyndu en hann valdi Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar lætur af störfum af ótta við að vera slaufað – „Ég er búinn að taka út minn dóm“

Gunnar lætur af störfum af ótta við að vera slaufað – „Ég er búinn að taka út minn dóm“
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Ætlaði sér að herma eftir frægu fagni Ronaldo en endaði á sjúkrahúsi

Sjáðu myndbandið: Ætlaði sér að herma eftir frægu fagni Ronaldo en endaði á sjúkrahúsi
433Sport
Í gær

Van De Beek brjálaðist þegar Pogba spilaði eftir að hafa mætt of seint

Van De Beek brjálaðist þegar Pogba spilaði eftir að hafa mætt of seint