fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Bálreið eftir að transkonum var bannað að vera með – „Það er í raun ógeðslegt“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 20. júní 2022 11:00

Megan Rapinoe. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnukonan Megan Rapinoe gagnrýnir Alþjóða sundsambandið eftir að það bannaði transkonum að taka þátt í keppnum.

Sambandið tók ákvörðunina þar sem það þótti ekki sanngjarnt að fólk sem fer í gegnum kynþroskaskeið sem karlmenn fái að taka þátt í sundi kvenna.

Þátttaka transkvenna í sundi hefur verið mikið í umræðunni eftir að Lia Thomas varð fyrsta trans­konan til að vinna lands­meistara­titil í banda­rísku há­skóla­í­þrótta­lífi í 500 metra skrið­sundi.

„Ég styð það 100 prósent að transkonur fái að taka þátt,“ sagði Rapinoe.

Hún hélt áfram. „Fólk hefur heyrt mikið frá hægrinu því þar er fólk hávært. Þau halda áfram og gefast ekki upp.“

„Sýnið mér einhverjar sannanir á bakvið það að transkonur séu að taka skólastyrki allra annara, að þær séu yfirburðar í öllum íþróttum, séu að vinna allt. Fyrirgefið en það er bara ekki þannig.“

„Við getum komist að niðurstöðu í þessu en við getum ekki byrjað á því að vera á móti þessu. Það er ljótt og í raun ógeðslegt.“

„Við þurfum að taka skref til baka og ná tökum á því sem við erum í raun að fást við því líf fólks er í húfi. Líf barna er í húfi vegna sjálfsvíga, þunglyndis og eiturlyfjanotkunar. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals