fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Þjóðadeildin: Ísland og Albanía skildu jöfn í Laugardalnum

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 6. júní 2022 20:36

Frá leiknum í kvöld. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tók á móti því albanska í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld.

Fyrsti stundarfjórðungur leiksins var fremur jafn. Ísland var meira með boltann en Albanir fengu nokkrar hornspyrnur á þessum kafla þar sem þeir gerðu sig líklega.

Fyrsta færi Íslands fékk Arnór Sigurðsson á 19. mínútu þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir langt innkast Harðar Björgvins Magnússonar. Skot hans var hins vegar varið.

Á 30. mínútu komust gestirnir yfir þegar Taulant Seferi náði frákasti og skoraði af stuttu færi. Einhverjir munu setja spurningamerki við Rúnar Alex Rúnarsson í marki Íslands í þessu tilviki.

Albanir tóku stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn eftir þetta, að undanskilinni góðri sókn Íslands skömmu eftir markið sem liðið náði þó ekki að gera sér mat úr.

Íslenska liðið kom mjög öflugt til baka inn í seinni hálfleik. Það fór svo að Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði á 50. mínútu. Eftir góða sókn Íslands datt boltinn, fyrir nokkra heppni, fyrir fætur Jóns Dags sem skoraði.

Fyrstu mínúturnar eftir markið var Ísland áfram mun betri aðilinn en svo róaðist leikurinn aðeins. Íslenska liðið átti nokkrar góðar sóknir en vantaði aðeins upp á ákvarðanatöku á síðasta þriðjungi vallarins oft á tíðum.

Meira var ekki skorað og lokatölur 1-1. Ísland er með tvö stig í riðlinum eftir jafnmarga leiki. Albanir eru með eitt stig en þetta var þeirra fyrsti leikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Í gær

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins