fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Besta deildin: Dramatík er Víkingar stálu sigrinum í uppbótartíma – Stjarnan lagði ÍBV

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 29. maí 2022 19:07

Atli Barkarson í leik með Víkingum. ©Torg ehf / Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkíngur tók á móti KA í toppslag í Víkinni í kvöld. Það voru heimamenn sem höfðu betur eftir dramatískan lokakafla.

Staðan í hálfleik var markalaus en Ari Sigurpálsson kom sínum mönnum í forystu á 54. mínútu þegar hann stýrði boltanum í netið eftir fyrirgjöf Helga Guðjónssonar.

Nökkvi Þeyr Þórisson jafnaði metin fyrir KA á 79. mínútu og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið fyrir mótmæli en hann var ósáttur við að fá ekki að gera skiptingar áður en markið kom.

Viktor Örlygur Andrason skoraði sigurmark Víkinga á annarri mínútu uppbótartima og tryggði Arnari og félögum þrjú mikilvæg stig. Víkingur er jafnt KA að stigum en bæði lið eru með 16 stig. KA á hins vegar leik til góða.

Víkingur 2 – 1 KA
1-0 Ari Sigurpálsson (’54)
1-1 Nökkvi Þeyr Þórisson (’79)
2-1 Viktor Örlygur Andrasson (’90+2)

Þá tók Stjarnan á móti sigurlausu liði ÍBV í Garðabæ. Fyrri hálfleikurinn var fremur bragðdaufur en Óli Valur Ómarsson, leikmaður Stjörnunnar, lífgaði upp á hlutina með frábæru marki á 60. mínútu.

Það reyndist sigurmarkið í leiknum og Eyjamenn sitja eftir með sárt ennið. Ekki bætir úr skák fyrir gestina að Atli Hrafn Andrason fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks þrátt fyrir að hafa verið skipt af velli nokkrum mínútum áður en rauða spjaldið hefur að öllum líkindum verið fyrir æsing hans á bekknum.

Þrjú góð stig í hús fyrir Stjörnumenn sem sitja í öðru sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Breiðabliks en Blikar eiga leik til góða.

Stjarnan 1 – 0 ÍBV
1-0 Óli Valur Ómarsson (’60)

Keflavík vann 2-0 útsigur gegn ÍA. Dani Hatakka kom Keflvíkingum yfir á Skaganum á 12. mínútu og staðan í leikhléi 1-0 gestunum í vil.

Kian Williams, sem átti einnig þátt í fyrsta markinu, skoraði síðara mark Keflvíkinga á 67. mínútu. Garðar Gunnlaugsson kom inn á í liði Skagamanna þegar um 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.

Keflavík lyftir sér upp í 7. sæti með sigrinum en liðið hefur fengið 10 stig úr 9 leikjum það sem af er leiktíðar. ÍA er í 10. sæti með sex stig.

ÍA 0 – 2 Keflavík
0-1 Dani Hatakka (’12)
0-2 Kian Williams (’67)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi