Richarlison, leikmaður Everton, heldur áfram að fara mikinn á Twitter. Hann gerði grín að Liverpool í dag eftir að félagið missti naumlega af Englandsmeistaratitilinum.
Liverpool kláraði leik sinn gegn Wolves í dag, 3-1, en Manchester City vann magnaðan endurkomusigur á Aston Villa á sama tíma og tryggði sér titilinn.
Þessu hafði Richarlison gaman að eins og sjá má í meðfylgjandi tísti.
— Richarlison Andrade (@richarlison97) May 22, 2022
Í síðustu viku stal Brasilíumaðurinn einnig fyrirsögnunum með færslu á Twitter um Jamie Carragher, Liverpool-goðsögn. „Þvoðu á þér munninn Carragher áður en þú talar um mig og Everton. Ég ber enga virðingu fyrir þér,“ skrifaði hann þá. Carragher hafði skotið á Richarlison fyrir að láta sig falla of mikið til jarðar í leikjum.