Marco Rose er atvinnulaus eftir að forráðamenn Dortmund ákváðu að reka hann úr starfi þjálfara í dag. Þýska deildin kláraðist um síðustu helgi.
Rose tók við Dortmund fyrir ári síðan en liðið var ekki öflugt undir hans stjórn og þarf Rose að taka poka sinn.
BREAKING: Borussia Dortmund have sacked Marco Rose after just one season in charge #bvb #dortmund
— FourFourTwo (@FourFourTwo) May 20, 2022
Rose hafði unnið gott starf hjá Borussia Mönchengladbach áður en hann var ráðinn til Dortmund.
Dortmund hefur nú hafið leit að nýjum stjóra en félagið gengur í gegnum breytingar. Skærasta stjarna liðsins, Erling Haaland var seldur á dögunum til Manchester City.