Erik ten Hag stjóri Manchester United flaug til Englands seint í gær með einkaþotu. Með í för var Mitchell van der Gaag sem verður aðstoðarmaður hans hjá United.
Þeir félagar hafa unnið náið saman hjá Ajax og halda því samstarfi áfram.
Þeir félagar lentu með einkaþotu í London í gær og dvelja nú í Mayfair hverfinu í London sem er eitt dýrasta hverfi borgarinnar.
United er með skrifstofu þar en ensk blöð segja að Ten Hag fundi í dag með stjórnarmönnum félagsins og skipuleggi sumarið og næsta tímabil.
Búist er við að Ten Hag verði í stúkunni þegar United heimsækir Crystal Palace í síðasta leik tímabilsins á sunnudag.