Robert Biggs hefur verið dæmdur í 24 vikna fangelsi og fær tíu ára bann frá knattspyrnuvöllum fyrir hrottalega árás í vikunni.
Allt fór úr böndunum þegar Nottingham tryggði sig áfram í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni, liðið vann þá Sheffield United.
Að leik loknum hlupu stuðningsmenn Nottingham inn á völlinn en einn þeirra ákvað að ráðast á Billy Sharp leikmann Sheffield.
Sá aðili var Biggs sem skallaði Sharp og hann játar ofbeldið, hann kvaðst hafa drukkið mikið magn af áfengi þetta örlagaríka kvöld.
Forest fan headbutts Sheffield United’s billy sharp pic.twitter.com/vQ98GP4YNu
— Football Fights (@footbalIfights) May 17, 2022
Atvikið vakti mikinn óhug en Sharp var nokkuð særður eftir árásina en maðurinn skallaði hann beint í andlitið.