Erik ten Hag nýr stjóri Manchester United vill hið minnsta taka með sér einn leikmann frá Ajax. Fjallað er um það í erlendum blöðum í dag að United reyni nú að kaupa Jurrien Timber varnarmann Ajax.
Sagt er að Timber sé til sölu fyrir 35 milljónir punda en hann var algjör lykilmaður í Ajax liði Ten Hag.
Timber er tvítugur leikmaður sem getur spilað sem hægri bakvörður eða miðvörður.
Timber lék 43 leiki með Ajax á liðinu tímabili í Hollandi þar sem Ajax varð hollenskur meistari.
Ten Hag er mættur til starfa hjá United og vonast félagið til að byrja sumarkaup sín á næstu dögum. Timber gæti orðið fyrstur í röðinni