Þróttur Reykjavík tók á móti Þór/KA í Bestu deild kvenna í kvöld.
Heimakonur voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 3-0 þegar innan við hálftími var liðinn með mörkum frá Danielle Julia Marcano, Murphy Alexandra Agnew og Álfhildi Rósu Kjartansdóttur.
Margrét Árnadóttir minnkaði muninn fyrir Þór/KA undir lok fyrri hálfleiks.
Sigur Þróttar var aldrei í hættu í seinni hálfleik. Murphy Alexandra gerði út um leikinn með öðru marki sínu eftir tæpan klukkutíma leik. Lokatölur 4-1.
Þróttur er kominn upp að hlið Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig eftir sigur kvöldsins. Liðið hefur þó spilað leik meira en flest önnur lið í deildinni.
Þór/KA er með sex stig eftir fimm leiki.