Það er hálfgerð krísa hjá Íslandsmeisturum Víkings eftir tap gegn Breiðablik í Bestu deilinni í gær. Liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks.
Víkingur hefur skorað 14 mörk á þessu tímabili en liðið hefur fengið sama fjölda á sig, Víkingur hefur spilað sjö leiki í deildinni en flest önnur hafa leikið sex.
Sóknarleikur Víkinga hefur virkað vel í sumar en varnarlega hefur liðið ekki spilað vel. Liðið hafði eftir fjórtán leiki í fyrra fengið á sig tólf mörk. Liðið fékk svo á sig fjögur mörk gegn Blikum í 15 umferð í fyrra
Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen léku í hjarta varnarinnar í fyrra en lögðu skóna á hilluna eftir tímabilið. Þá hefur Halldór Smári Sigurðsson ekki verið með í síðustu leikjum.
Ljóst er að Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins þarf að finna lausnir á vandamálum liðsins en Víkingar heimsækja Val um næstu helgi.