fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Miður sín eftir að hafa verið vikið frá borði – Höguðu sér skelfilega

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 20:19

Einn stuðningsmaðurinn eftir að honum var vikið frá borði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rangers og Frankfurt mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar annað kvöld.

Í breskum fjölmiðlum í dag kom fram að sex stuðningsmönnum Rangers hafi verið vikið frá borði vélar lággjaldaflugsfélagsins Ryanair í dag á leið sinni til Faro í Portúgal. Úrslitaleikurinn fer fram í Seville.

Stuðningsmennirnir eru sagðir hafa drukkið ansi mikið magn af áfengi af flugvellinum fyrir brottför og verið orðnir mjög ölvaðir.

Einum af þeim var vikið frá borði áður en vélin tók á loft. Hinum var vikið frá borði eftir að vélin hafði stöðvað í Nantes í Frakklandi þar sem ekki var hægt að fá mennina til að haga sér. Voru þeir handjárnaðir af lögreglu við lendingu.

„Hegðun þeirra var skelfileg frá því þeir byrjuðu að hella í sig á flugvellinum fyrir brottför,“ sagði einn farþegi vélarinnar við fjölmiðla.

Með fréttinni má sjá mynd af einum stuðningsmanninum sem var ansi svekktur með að hafa verið vikið frá borði. Hann og vinir hans missa nú af tækifærinu til að sjá lið sitt í úrslitaleik í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer
433Sport
Í gær

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt
433Sport
Í gær

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf