Viking er áfram á toppnum í norsku úrvalsdeild karla eftir 3-0 sigur gegn Jerv í dag. Öll mörkin komu í síðari hálfleik. Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliðinu hjá Viking en kom af velli þegar 12 mínútur lifðu leiks. Viking er með 19 stig eftir átta leiki.
Lilleström situr í öðru sæti deildarinnar eftir 1-o sigur á Sarpsborg. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Lilleström undir lok leiks. Lilleström er tveimur stigum á eftir toppliði Viking en á einn leik til góða.
Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Noregsmeistara Bodö/Glimt sem björguðu stigi gegn Tromsö á þriðju mínútu uppbótartíma þegar varmaðurinn Joel Mvuka jafnaði metin eftir að heimamenn höfðu lent undir snemma í síðari hálfleik. Bodö er í sjöunda sæti með níu stig eftir sex leiki.
Ari Leifsson lék allan leikinn fyrir Strömsgodset í 3-0 útsigri á Kristiansund. Johan Hove skoraði tvö og Lars-Jørgen Salvesen eitt. Brynjólfur Willumsson kom inn af bekknum fyrir Kristiansund í hálfleik. Strömsgodet er í fimmta sæti en Kristiansund er á botninum.
Viðar Örn Kjartansson og Brynjar Ingi Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Våleranga í 1-1 jafntefli gegn HamKam á heimavelli. Jonas Enkerud kom gestunum yfir á 56. mínútu en Leonard Žuta jafnaði fyrir Våleranga korteri fyrir leikslok.
Viðar Örn fór útaf eftir rúman klukkutíma leik en Brynjar kom af velli undir lokin. Våleranga er í sjötta sæti með 10 stig.
Þá lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn fyrir Silkeborg í 4-1 tapi gegn Midtjylland á heimavelli. Elías Rafn Ólafsson var ekki í hóp Midtjylland vegna meiðsla.
Silkeborg endar tímabilið í þriðja sæti en Midtjylland er í öðru sæti og þarf á kraftaverki að halda í síðustu umferðinni til að stela titlinum af FC Kaupmannahöfn.