Manchester Evening News fjallar um þær breytingar sem munu eiga sér stað hjá félaginu í sumar en allt í allt gæti félagið losað sig við tólf leikmenn.
Um er að ræða leikmenn sem eru að verða samningslausir, sumir hafa viljað fara en aðrir fá ekki boð um nýjan samning.
Erik ten Hag mætti til starfa hjá Manchester United í dag og er hans verk að taka til hendinni eftir erfitt tímabil.
Paul Pogba, Nemanja Matic, Jesse Lingard, Juan Mata og Edinson Cavani fara allir frítt frá félaginu.
Þá mun varamarkvörðurinn Lee Grant einnig fara þegar samningur hans rennur út.
Þá mun fjöldi leikmanna úr varaliði United hverfa frá, Ondrej Mastny, Reece Devine, Charlie Wellens,, Connor Stanley, D’Mani Mellor og Mateo Mejia fá ekki nýjan samning samkvæmt Manchester Evening News.
Samningur Dylan Levitt er þá á enda en hann hefur hrifið marga á láni hjá Dundee í Skotlandi og gæti fengið boð um nýjan samning.