Þrír leikir fara fram í Bestu deild karla í kvöld og hefjast allir klukkan 19:15. Íslands- og bikarmeistarar Víkings fá Breiðablik í heimsókn í Víkina í stórleik kvöldsins.
Blikar hafa unnið alla fyrstu fimm leiki sína á tímabilinu en Víkingar hafa ekki byrjað jafn vel og menn áttu von á. Liðið vann FH í fyrsta leik tímabilsins en hafa síðan unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað tveimur.
Pablo Punyed kemur inn í byrjunarlið Víkinga fyrir Ara Sigurpálsson í kvöld. Hinn sjóðheiti Ísak Snær Þorvaldsson er að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliði Blika.
Byrjunarlið Víkinga:
Ingvar Jónsson, Logi Tómasson, Oliver Ekroth, Erlingur Agnarsson, Kyle McLagan, Pablo Punyed, Júlíus Magnússon, Karl Friðleifur Gunnarsson, Helgi Guðjónsson, Kristall Máni Ingason, Nikolaj Hansen
Byrjunarlið Blika:
Anton Ari Einarsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Örn Margeirsson, Oliver Sigurjónsson, Kristinn Steindórsson, Gisli Eyjólfsson, Jason Daði Svanþórsson, Davíð Ingvarsson, Dagur Dan, Ísak Snær Þorvaldsson,