Valgeir Lunddal Friðriksson og Davíð Kristján Ólafsson mættust í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeild karla í dag er Häcken fékk Kalmar í heimsókn.
Valgeir og félagar í Häcken unnu viðureignina 3-1. Báðir léku allan leikinn fyrir sín lið. Häcken situr í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir átta leiki. Kalmar er í níunda sæti með 12 stig.
Ari Freyr Skúlason kom inn af bekknum undir lokin er Norrköping vann 5-1 sigur á Sundsvall. Adam Ingi Benediktsson, markvörðurinn ungi, sat allan tímann á varamannabekknum er Gautaborg gerði jafntefli 1-1 við Varbergs.
Þá léku nokkrir Íslendingar í norsku b-deildinni í dag. Jónatan Ingi Jónsson, Hörður Ingi Gunnarsson og Valgeir Þór Ingimundarsson byrjuðu allir fyrir Sogndal er liðið lá 5-1 á útivelli gegn Start. Valdimar skoraði eina mark Sogndal í leiknum á 68. mínútu.
Arnar Þór Guðjónsson var í byrjunarliði Raufoss er liðið tapaði 4-1 gegn Kongsvinger. Arnar fór af velli á 56. mínútu.