Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur sett spurningarmerki við titilsigur nágrannana í Manchester City árið 2012.
Sergio Aguero tryggði City titilinn með dramatísku marki í uppbótartíma gegn Queens Park Rangers. Leiknum lauk með 3-2 sigri City sem gerði það að verkum að liðið vann titilinn á markatölu. Mancester United hafnaði í öðru sæti.
„Paddy Kenny hefði átt að gera betur í nokkrum mörkum. City skorar annað markið og QPR gefur þeim boltann strax aftur og það hefur aldrei verið sett spurningarmerki við það – mér finnst það skrítið.“
„Djibril Cisse fagnaði eftir leikinn með City mönnum en þetta er sögulegur atburður í ensku úrvalsdeildinni – og ég er viss um að þetta sé líklega eitt besta augnablikið í ensku úrvalsdeildinni ef maður var ekki United leikmaður,“ sagði Rooney í samtali við Sun.
Rétt er að geta þess að QPR slapp við fall á lokadegi tímabilsins og útskýrir það líklega fagnaðarlæti Djibril Cisse í lok leiks.