fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Óttar Magnús heldur áfram að skora í Bandaríkjunum – Gunnhildur Yrsa á skotskónum

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 15. maí 2022 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír Íslendingar léku í Bandaríkjunum í fótbolta í gær. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Óttar Magnús Karlsson voru bæði á skotskónum.

Gunnhildur Yrsa var í byrjunarliði Orlando er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Kansas City. Gunnhildur Yrsa kom heimakonum í Orlando yfir á 51. mínútu en Elyse Bennett jafnaði metin á 78. mínútu.

Kristin Hamilton kom Kansas yfir á fyrstu mínútu uppbótartíma en Tony Pressley bjargaði stigi fyrir Orlando úr vítaspyrnu á sjöttu mínútu uppbótartíma.

Þorleifur Úlfarsson byrjaði leikinn á vinstri kantinum fyrir Houston Dynamo er liðið vann 2-0 sigur á Nashville í MLS-deildinni. Adalberto Carrasquilla og Darwin Quintero gerðu mörk Houston Dynamo í leiknum. Þorleifur fór af velli í fyrri hálfleik.

Þá heldur Óttar Magnús Karlsson áfram að skora fyrir Oakland Roots í næstefstu deildinni í Bandaríkjunum. Hann kom sínum mönnum yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik gegn Las Vegas Lights en Alex Lara jafnaði fyrir Vegas á 24. mínútu og þar við sat, 1-1 jafntefli niðurstaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Harmsaga Grétars og bróður hans í Tælandi – Höfuðkúpubrotinn eftir að hafa verið byrlað

Harmsaga Grétars og bróður hans í Tælandi – Höfuðkúpubrotinn eftir að hafa verið byrlað
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiður Smári blandar sér í heita umræðu á Englandi – „Það má líka gefa þeim mikið hrós“

Eiður Smári blandar sér í heita umræðu á Englandi – „Það má líka gefa þeim mikið hrós“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal ætlar að stökkva til og sækja manninn sem Ratcliffe sparkaði út

Arsenal ætlar að stökkva til og sækja manninn sem Ratcliffe sparkaði út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Þrjú stórlið á Englandi fylgjast með – Verður til sölu ef hann skrifar ekki undir nýjan samning

Þrjú stórlið á Englandi fylgjast með – Verður til sölu ef hann skrifar ekki undir nýjan samning
433Sport
Í gær

Fyrsta svona námskeiðið á Íslandi haldið – Hefst í janúar

Fyrsta svona námskeiðið á Íslandi haldið – Hefst í janúar