Chelsea er enskur bikarmeistari kvenna í fótbolta annað árið í röð eftir 3-2 sigur gegn Man City í framlengingu. Chelsea tryggði sér enska meistaratitilinn á dögunum og sóttist eftir að vinna tvöfalt í dag.
Sam Kerr kom Chelsea yfir á 33. mínútu en Lauren Hemp jafnaði fyrir City konur níu mínútum síðar. Erin Cuthbert kom Chelsea aftur yfir eftir rúman klukkutíma leik en Haley Raso jafnaði mínútu fyrir leikslok og því gripið til framlengingar.
That is an absolute beauty 😱@erincuthbert_ take a bow, that’s some strike! #WomensFACupFinal @ChelseaFCW pic.twitter.com/hQ0GfdwHTG
— Vitality Women’s FA Cup (@VitalityWFACup) May 15, 2022
Sam Kerr skoraði annað mark sitt í leiknum og sigurmark Chelsea í framlengingunni og annar bikarsigur Chelsea í röð staðreynd.
Nýtt áhorfendamet var slegið í úrslitaleik ensku bikarkeppni kvenna í fótbolta en rúmlega 49 þúsund manns voru á Wembley vellinum í dag.
🔵 @ChelseaFCW are having a party at @wembleystadium 🎉#WomensFACupFinal pic.twitter.com/dFF0dsDlc2
— Vitality Women’s FA Cup (@VitalityWFACup) May 15, 2022