KA skaust á toppinn í Bestu deild karla með frábærum 3-0 sigri gegn ÍA á Skaganum í dag.
Daníel Hafsteinsson kom gestunum í forystu með glæsilegu marki á 11. mínútu leiksins og staðan 1-0 í leikhléi. Elfar Árni Aðalsteinsson tvöfaldaði forystu KA á 53. mínútu.
ÍA fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn stuttu síðar þegar brotið var á Gísla Laxdal. Gísli fór sjálfur á punktinn en Steinþór Már í marki KA varði frá honum.
Jakob Snær Árnason gulltryggði svo sigur KA-manna með marki tæpum tíu mínútum fyrir leikslok. KA situr á toppi deildarinnar með 16 stig og hefur unnið fimm og gert eitt jafntefli í fyrstu sex leikjum liðsins á tímabilinu.
ÍA hefur hins vegar aðeins unnið einn leik á tímabilinu en það var 3-0 sigur á Íslandsmeisturum Víkings. ÍA er í 8. sæti með fimm stig.
ÍA 0 – 3 KA
0-1 Daníel Hafsteinsson (‘11)
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson (’53)
0-3 Jakob Snær Árnason (’81)