Vestri vann 2-0 útsigur gegn Aftureldingu í lokaleiknum í annarri umferð Lengjudeildar karla í dag.
Deniz Yaldir var allt í öllu í liði gestanna í dag. Aukaspyrna hans á 47. mínútu var varin út í teiginn sem varð til þess að Andi Hoti setti boltann í eigið net.
Aurelien Norest skoraði síðara mark Vestra eftir aðra aukaspyrnu frá Deniz, lokatölur 2-0. Vestri er með þrjú stig eftir tvo leiki en Afturelding eitt.