Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur verið sektað um 14.000 evrur fyrir ósæmilega framkomu leikmanna liðsins gegn Atletico Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fór í síðasta mánuði.
City fór áfram í undanúrslit eftir markalaust jafntefli í seinni leik liðanna. Allt fór úr í böndunum í leiknum er Stefan Savic togaði í hárið á Jack Grealish og upphófust stimpingar milli leikmanna.
Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að refsa ekki Atletico Madrid.
Atletico hafði verið skipað að loka hluta af leikvangi sínum fyrir heimsókn City áður en UEFA samþykkti áfrýjun spænska félagsins.
UEFA úrskurðaði Atletico Madrid til að loka fyrir fimm þúsund sæti á Wanda Metropolitano vellinum í kjölfar „fordómafullrar hegðunar“ stuðningsmanna liðsins í fyrri leiknum gegn City í átta liða úrslitum en sneri við ákvörðuninni eftir beiðni til gerðardómstóls íþrótta.