Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu er í viðræðum við Lecce á Ítalíu. BT í Danmörku segir frá.
Jón Dagur er samningslaus hjá AGF á næstu vikum og ætlar að fara frítt frá danska félaginu.
Lecce er komið upp í Seriu A á næstu leiktíð en Þórir Jóhann Helgason samherja Jóns í landsliðinu er á mála hjá Lecce.
BT segir að lið í Þýskalandi og Belgíu hafi áhuga á Jóni Degi og þá eru þrjú lið í Danmörku sem vilja fá hann.
Jón Dagur er hins vegar mættur í viðræður við Lecce og gæti endað í ítölsku úrvalsdeildinni.