Manchester United hefur átt í viðræðum um það að kaupa Frenkie de Jong frá Barcelona í sumar. Frá þessu greinir Fabrizio Romano.
Fjölmiðlafólk á Spáni hefur fullrt að 95 prósent líkur séu á því að De Jong fari til United í sumar og spili þar fyrir sinn gamla stjóra, Erik ten Hag.
Romano segir samkomulag ekki í höfn en segir að fjárhagstaða Barcelona gæti orðið til þess að félagið verði að selja hollenska miðjumanninn.
De Jong varð að stjörnu hjá Ajax undir stjórn Ten Hag en hollenski stjórinn tekur við United í sumar.
United er einnig með áhuga á Declan Rice sem ætlar að hafna átta ára samningi hjá West Ham og vill taka næsta skref.
Svona gæti lið United litið út á næsta ári ef það heppnast en Ten Hag leggur mesta áherslu á að kaupa miðjumenn.