Kevin de Bruyne var í stuði gegn Wolves í gær þegar Manchester City heimsótti liðið. De Bruyne skoraði fjögur og þar af tvö með vinstri, sem á að vera hans veikari fótur.
Staðan er farin að líta vel út fyrir Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir stórsigur á Wolves á útivelli í gær er liðið komið þremur stigum á undan Liverpool á ný auk þess að markatala þeirra er betri með sjö mörkum. Kevin De Bruyne var algjörlega stórkostlegur í leiknum. Hann kom City yfir á 7. mínútu. Leander Dendoncker jafnaði fyrir heimamenn stuttu síðar.
Eftir rúman stundarfjórðung var De Bruyne hins vegar aftur á ferðinni með mark og á 24. mínútu skoraði Belginn þriðja mark City og fullkomnaði um leið þrennuna. Staðan í hálfleik var 1-3.
De Bruyne skoraði fjórða mark sitt og City á 60. mínútu. Magnaður leikur hjá honum. Raheem Sterling átti eftir að bæta við einu marki fyrir City sem vann 1-5.
Vinstri fótur De Bruyne er þó ekki mjög veikur, hér að neðan er syrpa með mörkum frá honum með vinstri fæti.
https://t.co/9A1oiiT2jN pic.twitter.com/Pwyuo6Atac
— 9 (@mcfci_) May 11, 2022