Tottenham og Arsenal mættust í gríðarlega mikilvægum leik í baráttuna um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Félögin eru erkifjendur og mátti heyra rafmagnað andrúmsloft á vellinum í kvöld.
Arsenal byrjaði leikinn af meiri krafti en eftir 20 mínútna leik fékk Tottenham vítaspyrnu þegar Cedric Soares stjakaði við Heung-Min Son innan teigs. Harry Kane fór á punktinn og skoraði.
Tíu mínútum síðar fékk Rob Holding, miðvörður Arsenal, sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir viðskipti við Son.
Kane fór langleiðina með að gera út um leikinn fimm mínútum síðar þegar hann kom heimamönnum í 2-0.
Son gerði út um leikinn snemma seinni hálfleiks með þriðja marki Tottenham.
Það gerðist ekki mikið meira markvert og urðu lokatölur 3-0.
Arsenal er áfram í fjórða sæti deildarinnar, nú aðeins stigi á undan Tottenham þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir.