Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í dag er liðið tók á móti Vittsjö.
Kalmar tapaði leiknum 0-1. Hallberu var skipt af velli á 78. mínútu.
Lið hennar er í tólfta sæti deildarinnar með sex stig eftir átta leiki.
Í grísku úrvalsdeildinni lék Sverrir Ingi Ingason allan leikinn með PAOK í 0-1 tapi gegn Aris.
PAOK er í öðru sæti deildarinnar, 19 stigum á eftir toppliði Olympiacos. Liðið er í góðri stöðu upp á að landa Evrópusæti fyrir næstu leiktíð.